19 February 2012

þyngd lífsins...

...fellst í hlutfalli horsins sem ég sýg upp í nefið í dag.

Í gær hélt ég upp á afmæli hinna fjögurra fræknu.  Ég fékk skutl upp í Breiðholt með hvítvínsflösku og prjónadótið í bakpokanum.  Þar fékk ég Grænmetislasagna og margra laga afmælisköku okkur til heiðurs. Kvöldinu eyddum við svo í að smella myndum og syngja saman sama lagið aftur og aftur og aftur.

yndislegt augnablik.....

Skutlarinn og ég vorum þarna að koma úr Verndarenglaboði í Domus Vox þar sem við nutum lífisins við ljúfa tóna sem liðuðust úr hálsi kvennanna á staðnum.  Þær náðu að kitla tárakirtlana þegar þær tóku lagið ..when i think of angels..  En það er lag sem fær mig alltaf til að hugsa um ofbeldi heimsins og þá sérstaklega ofbeldi gagnvart börnum.

sorglegt augnablik.....

Peysan á Æ-manninni sem var rétt við það að klárast, var bara ekkert við það að klárast.  Framstikkið er ekki að gera sig svo ég er byrjuð á því aftur.   Ekki það að ég njóti ekki hvers augnabliks við þennan prjónaskap heldur hélt ég mig vera komna lengra en ég var komin og því upplifði ég þessa uppgvötun sem...

...dapurlegt augnablik.....


Gleðilegan konudag... þið konur þessa heims... þá er það bara góan...

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún