18 February 2012

bókaflettingar

Ég veit ekki afhverju ég er að hafa fyrir því að fletta bókum svona yfirleitt.   Ég tek bók í hönd, fletti henni og les svo það sem grípur augað.  Það líða svo ekki nema örfáar mínútur og þá man ég ekki lengur nákvæmlega um hvað ég var að lesa.

Til hvers að vera að hafa fyrir þessu.....

Annars hljóta þessar eftirsóknaverðu gáfur að koma með aldrinum og þar sem aldurinn er alveg að koma hjá mér, hljóta gáfurnar að vera rétt á leiðinni.

ástand

hálsinn herptur
höfuðið tómt
hendur fálma
tal annars hugar
augun hvarflandi
maginn er súr
og í honum hnútur 
á stærð við
dökkhærðan mann
                                ingunn snædal

Ég sit í stofunni minni, útvarpið er á (fm 96,7), þvottavélin snýst í minni þágu, við hlið mér liggja bækur, prjónadótið er innan seilingar og ég hugsa um hvað verða vill.

Ég les með lífðið að láni og reyni að læra eitthvað af henni...
Ég les afburðarmenn og örlagavaldar og reyni að átta mig á hvernig ég eigi að muna...
Ég les ljóðabók Ingunnar Snædal það sem ég hefði átt að segja næst-þráhyggjusögur og nýt þess...

svo les ég líka að morgni er ég alltaf ljón en það er bara vegna nauðsynjar.  Ég verð að fá nemendur til að tala um innihald hennar og velta fyrir sér hvað Arnhild Lauving sé að segja okkur með þessum skrifum sínum.

Kvöldinu mun ég eyði í afmælisfagnaði og njóta hverrar mínútu við át, hlátur og samvistir við yndislega einstaklinga.....

5 comments:

  1. Kostur eða galli? Að muna eða ekki muna? Að muna ekki og maður þarf bara eina bók og les hana aftur og aftur. Ertu ekki annars farin að muna eftir innihaldi Að morgnin er ég alltaf ljón?

    ReplyDelete
  2. Að muna eða skilja, það er spurningin.
    Ég var t.d. búin að skrifa komment hér nokkrum sinnum og skrifa svo inn bullkóðann og það virkaði bara aldrei að ýta svo á enter.
    Bilun í kerfinu?
    Nei, ég þurfti að smella á Publish AFTUR (sem sést ekki á skjánum nema skruna niður. En ég fattaði það fyrir rest.
    Klárust :o

    ÁHB

    Já og ég á fyrra kommentið líka en það er nú kannski auðséð. Hér segir nefnilega aldrei neinn neitt nema ég. Hinir eru í gæjuleik. ;)

    ReplyDelete
  3. Ég veit innihald 'ljónabókarinnar' og ég veit viðhorf hennar til umönnunar en verð samt að lesa hana yfir á hverju ári til að vera fersk og fumlaus þegar ég ræði innihaldið við ókunnugt fólk...

    Það er kannski nóg að lesa Njálu aftur og aftur og aftur.... veit samt ekki

    ReplyDelete
  4. Njálu já, mér skilst maður þurfi að lesa allar fræðigreinar sem skrifaðar hafa verið um Njálu og sé samt litlu nær um hana.
    Kannski bara best að lesa hana ekki. Annars segir nýjasta fræðsla mín að Gunnar á Hlíðarenda sé staðalímyndin Sigurður Fáfnisbani. Og þá þarftu að lesa bæði Njálu og Völsungasögu.
    Hafrún

    ReplyDelete
  5. Er náttúrulega búin að lesa Njálu nógu oft til að nefna hana.... Sit svo með Eyrbyggjasögu á náttborðinu í fullvissu þess að þetta séu bókmenntir sem ég verði að kunna skil á ef ég vilji vita eitthvað áður en ellin nái tökum á mér.....

    ellan

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún