17 February 2012

galapín

Samkvæmt bók sem ég fletti á Árnastofnun í morgun þýðir þetta galin api....  

Í morgun fór ég í kaffi á leikskóla í boði einnar fjögurra ára.   Hún er eignleg stundum að einhverju leiti nokkurs konar Galapín....  Mitt Galapín.

Þaðan renndum við mæðgur (henni var líka boðið í kaffi í þessum sama leikskóla) heim til mín með þvott sem var í bílnum hennar.  Eftir að ég hafði gefið henni kaffi, rakið henni raunir mínar og reynt að fá hana til að borða eitthvað, skutlaði hún mér í Nauthólsvíkina.  

Í Nauthólsvíkinni vætti ég örlítið í tánum í 1,5°c heitu vatninu.   Svona rétt til að finnast ég kúl og til að finna til Víkingsins í mér.  Þar borgaði ég 500 gjaldgengar íslenskar krónur fyrir að fá að hátta mig ofan í plastdall, velgja mér í affalsvatni frá hitaveitunni og finna til mín vegna sjálfsánægju sjósundsgarpsins sem í mér býr...

Hafrún dró mig svo niður úr skýunum og fór með mig á Árnastofnun til að fletta bókum.  Í einni bókinni sem ég fletti sagði frá Díógenis og setningu hans:  ,,já, þú getur fært þig svo að ég sjái sólina fyrir þér".   Ég keypti auðvitað bókina...

Síðan tók ég þátt í því að syngja:  ...Hærra minn guð til þín,  hærra til þín...  á þeim stað einum sem þetta lag er sungið af tregafullum röddum þeirra sem einhvers minnast.    Hugurinn minn reikaði til þess árs sem við sátum og ræddum saman um daginn og veginn í fullvissu þess sem trúir því að hann varir að eilífu...  

Ég verslaði geislabaug, leitaði að rjómasprautunni minni og byrjaði að mála inni í eldhússkápunum mínum...

Síðan fór ég í fjallshlíðagöngu......


No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún