10 September 2025

Andadráttur dagsins...

 Mér finnst ég ekki vera búin að gera neitt undanfarna daga annað en að vinna og læra..  lesa glærur, hlusta á fyrirlestra, glósa úr glærum, reyna að hugsa um hvað ég var að lesa, fara yfir lesefnið og reyna að staula mig fram úr enskunni.

Í þrjár vikur...

Þrjár!

Og þegar upp er staðið er ég rétt búin að lesa örlítið um gildi, fagvitund, siðfræði og þá siðferði minnar stéttar og döff-menningu.

Hreyfing:  Inn og út úr bílnum til að sjá mömmu og til að sjá pabba...

Næring:  epli, banana og perur...

Þakklæti:  Konan sem gaf mér grænkálsstilk... stóran.

Athafnir:  Ég er búin að grenja nánast í allan dag...  ég sé íbúðina þar sem hann bjó, ég hugsa til væntanlegra  jóla og að ég sé ekki að ná í neinn til að fara með mér í barna-afmæli.


Ég þarf að ná jafnvægi milli athafna dagsins...

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún