17 November 2013

bergmál dagsins..

Það snjóar.

Á Mínum Vinnustað er það ekki alveg á hreinu á milli eyrna minna hvað ég á að vera að gera og hvað ekki. Svo yfirleitt geri ég bara það sem ég held að ég verði að gera.  

Sem leiðir mig svo oft út í bölvaða vittleysu...  

Ég fór í rauðan kjól, setti á mig rautt naglalakk, eldrauðan varalit og málaði mig í kringum augun.  En það tók engin eftir því að ég væri til þrátt fyrir það.

Svo ég sit enn á eintali við sálina með Bubba á fóninum...

Öll helgin fór í að hugsa um þrjá ketti, tvo hunda  og tvö og hálft barn fyrir vinkonu mína sem veltist um á Akureyrir við að kenna þeim eitt og annað. 

Ég sit úti í horni og blæs og blæs á öll hárin sem ráðast á mig og veit ekki hvort ég kem til með að sigra þessa orustu eður ei.

Ef ég lifi þetta ekki af vil ég að þið vitið það að mér þykir oggulítiðpínuponsu vænt um ykkur....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún