06 November 2013

ég leitaði sannleikans í tölum en fann hann ekki..

..sagði Konfúsíus eða næstum því það..   Ég hef þetta ekki orðrétt eftir honum, enda hef ég aldrei hitt manninn.  En tölur lögðu samt einhvern grunn að bandalagi milli vísinda, skynsemi og trúarbragða hér aftur í fortíð og til dagsins í dag.

Það er einhver ólýsanleg ró yfir tölum og öllu því sem lítur að þeim.  Vinna með tölur er líka ekki einhver geðþóttar ákvörðun eins eða neins.  Annað hvort kanntu að reikna dæmið eða ekki.  Annað hvort voru tíu konur þarna eða ekki.  Svo má æsa sig yfir því hvort þær voru í fallegum bláum kjól eða himneskum safírgrænum.  Hvort þær nutu þess að vera þarna eða ekki.  Og hvort þær fóru snemma eða seint.

Ég ætla ekki að taka eins sterkt til orða og Pýþagóras um að ALHEIMURINN byggist á tölum en heimurinn væri töluvert innihaldslausari og óreiðukenndari án þeirra. 

eeeeeeeeeiiiiiiiiinn

hættu að telja þetta er ég.

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún