05 November 2013

þaðerdásamlegtaðhugsatilþessaðþaðskulikomasólaftureinhverntíma

Ég er komin með skammdegisþunglyndi.

Ég vaknaði í morgun við ískrið í klukkunni og var andartak að vona að þetta væri bara vekjari sambýlingsins sem væri að gala á hann að vakna til að horfa á eitthvað.  Þegar ég fattaði að það væri óskhyggja ein velti ég mér af einni hlið á aðra, til að kanna ástand lífs míns.  Það reyndist í góðu lagi svo ég var tilneydd til að fara á fætur og drulla mér í vinnu.

Lífið er ekki alltaf eins og það á að vera....

Einu sinni í viku helga ég það sem eftir lifir dags, eftir vinnu, í mig sjálfa.  Þann dag reyni ég að gera ekki neitt fyrir einhvern annan, vinna í leiðinlegum skammtíma verkefnum eða hugsa um eitthvað annað en mig sjálfa. Það tekst misvel.  Í dag sat ég þó nokkra stund við að fá mig til að viðurkenna hvað ég virkilega vildi.  

Eftir það var lífið leikur einn....

hreyfing:   ..engin..

næring:   ..léleg..

menning:   ..internetið..

ég held virkilega að þetta sé ekkert annað en sjúkdómur.

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún