..mig vantar stað til að drottna yfir. Stað þar sem ég ræð hvort hillan er græn eða blá, á austur eða vestur vegg eða hátt eða lágt á veggnum.
Mig langar að kaupa mér íbúð....
Ég var að hlusta á útvarpið fyrr í dag og komst að því að ég tilheyri 20% heimsins eða þeim hluta þjóðarinnar sem finnst, að hár sem vex á líkama sé ekki endilega hár sem þarf að fjarðlægja af líkamanum. Enfremur hrífst ég meira af róna-lúkkinu en fullskeggjuðum mönnum eða bónhæfum kjálkum.
Ég er að verða með útdauðar skoðanir...
Ég horfði á the Importance of Being Earnest og er í augnablikinu heilluð af Oscar Wilde.
Ég reyndi að smakka á Napoleon Dynamite en ég er of þreytt til að halda athygli.enda tók ég við yfirráðum yfir fjórum köttum, þremur börnum, tveimur hundum, heilu húsi og tveimur bílum tímabundið svo auðvitað er ég þreytt.....
No comments:
Post a Comment
þú mátt tala hafrún