19 August 2013

Heilög heimska

..fáviska mín um mig sjálfa á sér örugglega óteljandi hliðstæður í henni veröld því bókin The Penguin Krishnamurti Reader fjallar um Sjálfsþekkingu.   Og ef gefin er út heil bók til að kenna manni að þekkja sig sjálfan hljóta fleirri að þjást af þessu en ég.

Svo ég er sátt en ég les þessa bók samt án afláts......

hreyfing:   ..sjósund..

næring:  ..sætar og gulrætur soðið í drasl með jukki úr krukku..

afrek:  ..ná í sex ára í Sumarskólann og deila með henni sjósundsferð..


Á rúminu mína liggja tvær bækur, Hugmyndir sem breyttu heiminum og Draw, how to master the art. Úr tölvunni ómar eitthvað sem ég næ ekki að halda þræði til að fylgjast með.  Og á borðinu liggja nokkur póstkort sem ættu að vera löngu farin frá mér.

Hugur minn með allar sínar hugsanir er bara farin í rúmið löngu á undan líkamanum....

zzzzzZzzZZZzzzzzzzZzzzzzzzzzz

Á morgun flyt ég inn á heimili vinkonu minnar í Mosó og þar verð ég fram yfir helgi.  Hún ætlar til Svíþjóðar að leita að kærustum handa okkur.  Ég vona að henni vegni vel.

Prjónaflíkasjósund - Neðanþvottakennsla - Matarboð - Hjólameðferðanámskeið -  Mamma - Lopapeysumaraþon - Garðræktunarumhugsun - Kveðjupartý Svíþjóðafaranna - Sjálfsþekkingaruppfræðsla 

Ég er búin að ganga út eitt skóparið mitt....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún