Ég settist niður og ætlaði að taka viðtal við mig sjálfa og birta hér. Viðtal með nokkrum spurningum sem myndu segja í stuttu máli eitthvað markvert um það hver ég er. Þá uppgvötaði ég að ég þekki mig ekkert og að ég veit lítið sem ekkert um persónuna mig.
Mér, til dæmis, datt til hugar að ein spurningin gæti verið ..hefur þú hringt í vælubílinn nýlega.. og sama hvað ég velti þessari spurningu fyrir mér gat ég alls ekki munað við hvaða aðstæður eða hvenær ég hringdi í hann síðast. Alveg eins og ég hefði bara alls ekki undir neinum kringumstæðum hringt. Sem náttúrulega væri helber lygi. Og lygi er leiðinleg. Svo þar flaug sú spurning langt út á sjó.
Þá hugsaði ég um það ..hvenær ég gerði sjálfa mig að fífli síðast og hvernig.. en sama hvað ég gróf djúpt þar fann ég ekkert. Og samt veit ég að ég er meistari í að gera mig að fífli. Eða var og þótt það er nánast liðin tíð ætti að vera af nógu að taka af því sem áður var. En EKKERT. Ekki einu sinni pínu ljós kveiknaði á peru minninganna.
Það var sama hvað ég lét mér detta til hugar að spyrja sjálfa mig að svo sem ..tekur þú strætó.. - ..ferðu hjá þér þegar þú hittir frægt fólk.. - ..ertu hörundsár.. - ..hvern faðmaðir þú síðast.. og annað eftir því, þá annað hvort var allt slökkt eða svörin voru eins atkvæða orð.
Það sem kom mér samt mest á óvart með þessu viðtali mínu við mig sjálfa var að komast að því að ég gat ekki einu sinni talið upp þrjá kosti sem ég væri gædd.
Þá er nú fokið í flest skjól.....
Þú veist að viðtölin við fræga fólkið eru alltaf undribúin með löngum fyrirvara. Sendu þér spurningarnar í tölvupósti og taktu svo viðtalið við þig viku seinna þegar þú ert búin að finna svör við spurningunum.
ReplyDeleteKostir? hmmmmmmmm..... ja, þú ert ekki sérlega hörundsár, alltaf fljót að segja já - en æ nei það getur vist verið galli líka ;)
Hafrún
Ég er búin að senda mér langan lista af spurningum sem ég ætla mér að taka viku til að svara. Það er bara eitt sem vefst fyrir mér við spurningunni teldu upp þrjá kosti í eigin fari og það er.... þegar ég segi að: ..ég geng í verkin.. sem er alveg satt, til dæmis á vinnustað og er tvímælalaust kostur, þá man ég það að ég geng ekki alltaf snökkt í þau verk sem ég verð að vinna hvað varðar um eigin efnahag svo sem skattsýslu o.s.fr. svo það svar yrði strax lygi. Og lygi er leiðinleg.
ReplyDeleteOg já, ..ég er bón góð.. en það getur eins og þú segir snúist upp í andhverfu sína hvað mig varðar þegar ég er óvart búin að segja já við einhverju sem ég vil þegar að því kemur hafa sagt nei....
svo þú sérð mér er vandi á höndum.
Já, ég sé að þér er mikill vandi á höndum en kannski er rétt að byrja á því að finna svörin, og útbúa spurningarnar út frá því og svo gleymum við bara þessum andhverfumálum. Gleymska er tildæmis mikill kostur við ákveðnar aðstæður, það heitir að vera ekki langrækinn.
DeleteHafrún