03 March 2013

vísbending

Nákvæmlega klukkan tólf byrjaði síminn sem ég hafði gleymt á vinnustað á föstudagskvöld að pípa.  Hljóð sem ég hafði aldrei heyrt í honum áður og ég bara slökkti á því enda upptekin í vinnustaðaleiknum sem var ekki alveg upp á ellefu á föstudag....
Nokkrum mínútum síðar byrjaði hann enn að pípa og ég fór að efast um að þetta væri af mínum eigin völdum en gat ekki skilið hver var að skipta sér af því hvað ég, ritarinn, væri að gera um miðja nótt.  Öll skynjun einblíndi á deildastýruna...  var hún að heimta að ég ynni eitthvað...  hafði ég gleymt einhverju mikilvægu sem ég ætlaði að muna...  o.s.fr.   
Svo ég snéri mér alfarið að þessu pípi og sá þá að á reminders stóð:  Ritari - Athuga verkefnaskúffu f.næturvakt...   sannfærð um að nú ætti ég að vinna eitthvað mikilvægt stökk ég upp og skoðaði verkefnaskúffuna en þar var gulur póstup-miði og á honum stóð hvort ég vissi hvernig 1.apríll væri.  Samvisku minni sveið undan væntanlegum uppgvötunum um að ég hefði gleymt einhverju, klúðrað einhverju eða eitthvaðl.  Á 1.apríl í vaktavinnumöppunni var svo bara annar gulur póstup-miði.  Það var þá sem ég áttaði mig á því að ég væri stödd í ratleik.
Ratleik sem endist mér alla nóttini...

Þetta var góð nótt...  sem endaði með páskaeggjaáti.....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún