28 February 2013

..má ég vinna lengur en ég má..

..spurði ég Aðstoðarbossinn í dag og hún hló.  Ég ákvað að taka því sem jái, svo ég sat spennt yfir nýjasta tölvuleiknum mínum fram að vaktaskiptum.  Á morgun má ég svo sita við hann fram að vinnutímalokum en þá verð ég að vera búin að leika öll borðin og það upp á 11.  

Lengi lifi vinnustaðaleikir.....

Pabbi skammaði mig í dag fyrir að klára aldrei neitt.  Hann skammaði mig líka fyrir að eiga ekki nógu mörg börn með útskriftarskirteini.  Hann gaf sér samt tíma til að ræða aðeins um þráhyggju sem jákvætt fyrirbæri við mig þótt ég næði honum ekki lengra með það en í umræðu um fólk sem færi aldrei út fyrir þægindarammann.  Ég var ekki alveg að átta mig á honum svo ég fór bara heim í fílu og kvartaði við Leigusambýlinginn.   

Það ætti að leggja niður allt sem heitir Prófskirteini og fara að uppfæra samfélagið með jákvæðum skólaanda sem gengi út á að hafa leik sem lærdóm.  Skóli sem gengi út á að fá að snerta á visku heimsins án þess að þurfa að skemma upplifunina, með kröfu um að taka alltaf stöðluð próf í því hvað maður fær inn á skammtíma vinnsludiskinn,  væri vel vert að lifa fyrir.
Framhaldsskólar færðu mér ekki visku, þeir gerðu mig bara færari í;   ..að lesa í kennara til að sjá hvað það væri sem fengi þá til að gefa mér sem hæsta einkunn, að skrifa frjálslega um eitthvað sem ég hafði ekki hundsvit á og hærri laun við sömu vinnu en áður var.

Niður með einkunnir....

Járnið er alveg að gefa mér jarðtengingu við lífið.  Þrjár sprautur streyma um í blóðinu nú þegar og tvær eftir.  Ég er mikið að spá í því að biðja læknirinn minn um að setja mig í áskrift af öllu sem kikkar svona inn orku handa mér.  Ég er alveg næstum því farin að brosa hringinn aftur.

Bráðum sigli ég lygnan sjó.  

næring:  ..hafragrautur 2x..

heimildarmynd:  ..Exit Through the Gift Shop..

svefn:  ..fimm tímar..

markmið:  ..finna mér þráhyggju..

ef ég fer ekki að koma mér inn á beinu brautina aftur enda ég í svaðinu

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún