25 March 2013

textinn er það sem gerir manninn að því sem hann er...

...held ég.

Ég veltist inn á bókasafn í síðustu viku með Bubba í bakpokanum og ætlaði að nýta vel tímann þar til Skriðsundsnámskeiðið mitt hæfist.

Beint strik var tekið að lausu borði þar sem ég ætlaði að hreiðra um mig og njóta augnabliksins með átrúnaðargoðinu.  Það varð lítið út þeirri fyrirætlan því á leið minni varð mér litið í eina hilluna og þar blasti við þykk bók með Bob Dylan og þar sem ég bý með einum sem elskar þann mann heitar en nokkuð annað, greip ég hana til að skyggnast inn í líf sambýlingsins.

Bókin var þykk og stór og í henni ekkert annað en söngtextar Dylans.  

Þar sem ég sat með bókina, lesandi textana, brosti ég og grét til skiptis.  Í dag skil ég fólk sem elskar þennan mann.

heimildamyndaáhorf:  ..The Parking Lot, Dogtown and Z-boys og touching the Void..

næring:   ..súpa úr sætum, linsubaunum og safa úr appelsínu..

hreyfing:  ..bylta mér í rúminu..

ég horfði á Emmu dansa á árshátið Grundaskóla og færði henni páskaegg...  Emelía fer með mér á Akureyri þegar dagur rís og eyðir þar með páskahelginni með mér og Emblu verð ég að kíkja á áður en ég yfirgef stórborgina...

Það er gott að eiga ættingja....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún