20 March 2013

dauðsmannsleiði....

er eitthvað sem getur hellst yfir þegar gáfulegar hugsanir fljóta út í tómið, týndar.

Leiði er einn og sér afskaplega skrítið fyrirbæri þegar heimurinn er fullur af ógerðum hlutum.  Þegar hann verður til vegna vonbrigða verður hann innantómur hégómi sem varla er vert að tala um.  

Leiði er óskiljanlegt fyrirbæri.  Hvernig er hægt að vera leiður eða láta sér leiðast þegar það er svona agalega margt sem hægt er að gera á hverjum degi.   Þegar dagarnir augljóslega bera með sér alheimsmagn af spennandi hlutum sem hægt er að framkvæma, hugsa um, tala um eða horfa á...   Lífið rúmar ekki einu sinni það sem margt fólk langar að gera.

Samt læra mörg börn strax í frumbernsku að segja:  ..mér leiðist..

MÉR LEIÐIST, MÉR LEIÐIST, MÉR LEIÐIST.   Þetta er með einsdæmum leiðing setning, vegna þess að engum leiðist í raun.  Mann gæti langað að hafa einhvern til að tala við eða verið leiður vegna þess að eitthvað fór ekki eins og því var ætlað að fara.   

En.... er hægt að vera svo leiðinlegur að manni leiðist eða er leiður til lengdar.

Varla.

Þessi leiðindarfærsla skapast af leiða.   Leiða sem skapaðist af leiða vegna týndrar færslu.  Færslan var náttúrulega ein af þessum færslum sem voru öðrum færslum betri og átti svo sannarlega erindi til allra þeirra sem halda að einhver sé skemmtilegri en annar.   

Sérstaklega var þessarri færslu ætlað að koma mér til æðri þroska.   Og æðri þroski er ekki svo auðfengin bæting á lífið að það sé vert að gera grín að því þegar tækifærist skapast.

Núna verð ég að finna þroska minn annars staðar.....

2 comments:

þú mátt tala hafrún