21 June 2012

sjávarsaltslykt

.. mér er kalt og ég lykta af sjó.

ég er sjóræningi og er að hamast við að deila.   Umhverfið er framandi en ég verð fljót að venjast og brátt verð ég óstöðvandi.   Ég sé fyrir mér breiðurnar af ólesnum bókum....   þáttum.... bíómyndum og hljóðbókum.  

Ég fékk heimsókn í dag.....  


Hún þvoði húsið mitt að utan...  klifraði upp í bókahillurnar til að ná sér í tréblóm sem liggja þar... lokaði sig inni í geymslu með ennisljósið mitt...  fór í gönguför með regnhlíf í kvöldsólinni...  skellti sér í sjóinn áður en allir aðrir því hún kunni ekki að bíða og var búin að yfirgefa mig áður en varðeldurinn var kveiktur.

sumarsólstöður....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún