23 June 2012

lestur

....Það sat kona með mér í dag með kaffibollann minn á milli handanna, með lokuð augun og þuldi upp fyrir mig lýsingu á manni sem hún sagði að ég væri að umgangast.

Allt sem hún sagði um þann mann var satt.....

En svo var líka einhver fallegur, myndalegur maður með stórar hendur við jaðar lífs míns.   Hún sagði að hann gengi á fjöll, væri útivistamaður mikill en hann borðaði kjöt og trúlega mikið af því.

Þar fór draumurinn um vegatarian sálufélaga í gegnum lífið......

Ég sat með GunnaGötustrák og Toppmanninum við rauðvínsdrykkju í gær...   í dag vann ég...

Ég les um mann sem stóð þar sem veröldin lítur út fyrir að vera kúpt, sjóndeildarhringurinn virkar ofar en hann er og sólinn rúllar á jaðrinum allan sólarhringinn án þess að setjast.  Þessi tiltekni maður býr þar sem allir verða að vera sjálfum sér næstir og að horfa upp á nágranna, vin eða félaga deyja er algengara en heimsókn. Hann segir frá gullgreftri, veiðiferðum og illalyktandi eskimóum.   Hann segir frá landslagi, veðrabrigðum og sérvitringum þannig að það virðist ljóslifandi.   Hann segir sögu sem ég hef bara virkilega mikin áhuga á að hlusta á.

Æ-Maðurinn er æði.  Bara svo að það sé á hreinu þá skulda ég þessum manni feitt.  Raunar skulda ég flestum feitt sem ég hef átt samleið með í gegnum lífið því ég á svo auðvelt með að þiggja það sem að mér er rétt. Æ-Maðurinn er núna búin að sjá til þess að ég hef nóg að lesa út þetta líf.

Ég skulda honum eiginlega afsökunarbeiðni......

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún