05 June 2012

ömmukona

..mér líst vel á þetta orð.

Ég fjárfesti í kilju-biblíu áðan um leið og ég verslaði mér bók hjá eymundson.  Fjárfesti líka í rauðrófum og kúrbítum um leið og ég náði mér í vatn til að drekka.

Læknirinn sagði að ég væri rugluð.   Svo skoðaði hann mig og sagði að ef allir væru eins hraustir og ég hefði hann ekkert að gera.   Hann gerði mér samt þann greiða að skoða b12 búskap minn, kreatín og ferratín með því að merkja við á blaði sem ég má fara með til hornfirsku-blóðsugunnar í Mjóddinni.   

hafrún er komin í bæinn og búin að taka af mér bílinn.  Ég er náttúrulega glöð yfir að hafa hana hér en jafnframt  er ég fúl yfir að missa bílinn.   Ég var alveg búin að venjast þessu keyra-hvert-sem-ég-vil-þegar-ég-vil dæmi.

"Be hole, be dust, be dream, be wind
be night, be dark, be wish, be mind.
Now slip, now slide, now move unseen,
above, beneath, betwixt, between.

Ég ætla að borða með fólki í kvöld....

1 comment:

þú mátt tala hafrún