12 June 2012

kartöfluræktun

Ég fékk mér garð með hafrúni, fyllti hann með illa spíruðu útsæði og sit núna og velti því fyrir mér hver komi til með að borða þessar kartöflur.....

..ekki verður það ég eða hafrún svo mikið er víst..

Ég hjólaði á Þingvelli með vinnufélögum á sunnudag og heim á mánudag.   Við tjölduðum, grilluðum og rugluðum í hvort öðru fram yfir miðnætti.  

..svo fórum við að sofa..

Það kom mér á óvart hvað þetta var lítið mál.   Lítið mál að hjóla svona í vegarkantinum....  lítið mál að hjóla upp og niður hóla og hæðir.... lítið mál að hjóla og hjóla og hjóla nánast endalaust eitthvað áfram.

..bara lítið mál..

Auðvitað var þetta erfitt.....   mótvindur, flöt dekk, lélegir gírar, hnakkar að nuddast við....... hmm...  líkamann og hiti, sviti og sölt tár...  
The Lady, DeildarstýrannNýja, Krúttbangsinn, the Meistari og Æ-maðurinn voru þeir sem nenntu að hreyfa sig eða bara gáfu sér tíma til að vera með.   

..yndislegt fólk..

Ég er að lesa ísabismarck bjarnaræta og það kemur mér á óvart hvað mér finnst hún skemmtileg.

..Svo eru bara skotæfingar framundan..

4 comments:

  1. http://bin.arnastofnun.is/leit.php?id=363355
    Það mun vera Hafrún, Hafrúnu, Hafrúnu, Hafrúnar.
    Og ef það er mannsnafn er það líka skrifað með stórum staf.
    Elín, Elínu, Elínu, Elínar. Þitt nafn beygist reyndar alveg eins.

    ReplyDelete
  2. gott og gagnlegt að vita.

    ..en mér finnst það reyndar flottara svona eins og ég hef það...... og ég er búin að blogga hér um hafrúnu með litlu hái í nánast hundrað ár án þess að vera áminnt um reglur fyrr.

    ReplyDelete
  3. Ok, hafrún er umborið en röng beyging á orðinu nístir eina hjartataugina eins og falskur fiðluleikur.

    ReplyDelete
  4. ég sættist á það að halda mig við íslenskar málfræðireglur er varðar beygingafræðina...... og mun nú æfa mig þar til það verður mér mjög tamt.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún