01 March 2012

fimmtudagur

Ég átti í samræðum við konu í dag sem villtist inn á Minn Vinnustað í einhverjum öðrum erindagjörðum en að tala við mig .   Við ræddum Söguna, b-12 vítamínskort og delirium tremens.  Svo ræddum við grænmetisát, viktarnálarfall og þörfina á að vera vakandi fyrir átröskunum.

Ég settist inn í strætó í dag og bara vegna þess að ég nennti ekki að ösla snjóinn meira en nauðsynlegt var.  Meðan ég beið eftir strætó, flaut hugsuninn vítt og breitt um himingeiminn og þó aðalega flögraði hún utan um Sólóklúbbs-upplifun mína.

Ég gekk í félagsskap ókunnugs fólks, þar sem mér leiddist að einu vinirnir sem höfðu tíma fyrir að lifa lífinu með mér voru Toppmaðurinn og Nördið og einstaka aðrir einstaklingar af svipuðu sauðarhúsi eða einstaklingar sem nenntu ekki að gera neitt með mér annað en að skvetta í sig bjór, eina og eina helgi á milli vinnu.

Ég skráði mig á netinu og gekk inn í kaffihús sem var nánast hinum megin við götuna þar sem ég bjó.  Þessi félagsskapur hittist í göngu alla þriðjudaga, á sama tíma og á sama stað til að rölta hring.   Og þar fann ég mig sko algjörlega.  Strákar sem nenntu að hafa stelpur í eftirdraginu, bara til að vera saman, hlægja, segja sögur, syngja og það allt án áfengis.   Ég elti þá sko alla, út um allt og held bara satt að segja að þar hafi ég grætt án efa fullt af frábærum minningum, kjark til að hreyfa mig og vit til að vera bara ég.

Ég sá líka og lærði að það að vera einhvers staðar lengi gerir mann á einhvern hátt háðan verunni og býr til tilfinningu fyrir að maður eigi eitthvað sem maður ekki á. 

En núna eru breyttir tímar.  Vinir mínir hafa tíma fyrir mig.  Fjölskyldan hefur tíma fyrir mig.  Og ég á mér ný og mögnuð áhugamál sem krefjast tíma míns.....    

2 comments:

  1. Ojæja.

    Hafrún

    ReplyDelete
  2. þú ert ekkert með í þessari umræðu. Enda ertu hluti af mér, órjúfanlegur hlutur þótt þú hangir einhvers staðar í HÍ eða ofan í skruddu eða stungin af til útlanda.....

    Þetta varðar bara alla hina.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún