01 March 2012

annasamir dagar



Ég fór í sjóinn áðan, hlustaði á upplestur úr bókinni Kynlíf eftir Fritz Kahn og horfði á mann borða ís.

Í morgun mætti ég á Minn Vinnustað og fór ekki þaðan fyrr en mér var hent út seinni part dags.   En það var bara af því að ég vildi sjá nýja Sogn sem kemur ekki til með að heita Sogn og svo þurfti ég nauðsynlega að vinna smá.   Á morgun ætla ég sko að fara heim korter í.....


Það var ekki frá því að ég héldi að húsið myndi hrynja yfir mig áðan eða í það minnsta veggurinn sem rúmið mitt liggur upp við svo öflugur var þessi skjálfti fyrir þetta hús.  En þar sem það hangir lítið sem ekkert á veggjunum hér kem ég til með að sofa róleg í alla nótt.

Ég heyrði í strák í kvöld sem mér fannst gott að heyra í.  Ég heyrði líka í pabba en hann verður stundum þreyttur á að bíða eftir að sjá mig.  Ég skil það vel.  

Á morgun hafrún mun ég labba í vinnuna, vinna, skreppa til pabba eftir vinnu og snúa mér svo alfarið að kennsluundirbúningi fyrir næstu viku.  Því að í næstu viku mun ég kenna í þrjá daga og þar af einn í Borgafirði
Síðan kemur föstudagur hafrún og þá mun ég líka labba í vinnuna, labba heim og svo labba í Esjuhlíðum með Smalanum fyrir kvöldmat.
Á eftir þessum dögum kemur svo helgi og helginni allri mun ég eyða á Mínum Vinnustað við að hugsa um sjúklingana, stofnunina og hvað ég eigi að borða.

gott plan......

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún