14 February 2012

myndalega ég..

..er búin að þrífa hálfan ofninn.

Það er ekkert sem mér finnst eins og ógeðslegt eins og skítugir skápar (þar sem ég sé ekki inn í öll horn), skítugur bakaofn (ég sé aldrei almennileg inn í hann) og bak við klósettskálar.  Þess vegna finnst mér ég vera búin að vinna afrek.

Vinnunni minni átti að ljúka klukkan 13:00.  Ég hætti að vinna korter fyrir tvö.  Klukkan 14:14 stimplaði ég mig út og rölti heim á leið.  Á röltinu sá ég mig, fyrir mér, rífa allt óþarfa drasl af rúminu mínu og setja hrein rúmföt á það.  Snara yfir rúmið teppi og ryksuga gólfin.   Ég sá líka fyrir mér að ég tæki alla kassa og gengi frá þeim í geymslunni, ryksugaði alla íbúðina, þrifi eldavélina og eldaði kvöldmat.  Ég er hálfnuð við að þrífa eldavélina.

Í gær tók á móti mér panna í póstlúgunni og ég hef ekki hugmynd um frá hverjum sú panna er.  Hitt veit ég að sú panna kemur til með að gagnast mér vel því eldhúsdótið mitt er eitthvað af skornum skammti núna og mér finnst gott að borða.


gæs á bakarofninn minn sko.......

5 comments:

  1. Flottir krossfiskar, voru þeir að hjálpa þér að þrífa?
    Panna? Þá getur þú elda grænmetisbuff og spælt egg handa dóttir þinni. Það er greinilega einhver farin að hafa áhyggjur af því að hún fái ekki nóg að borða.
    Hafrún

    ReplyDelete
  2. Eigum við að koma á útsölu?
    http://arnastofnun.is/solofile/1016335
    ÁHB

    ReplyDelete
  3. jamm, ég hef tíma frá 13 til 13:20 á morgun en get skoðað þetta frá 12 til 14 á föstudaginn. Hvað er verið að meina með að hafa bara tveggja tíma skoðunartíma á þessu!
    Tala við þig á föstudag, þú ert vonandi enn með síma.
    ÁHB

    ReplyDelete
  4. https://plus.google.com/
    Þó facebook sé lokuð er þetta enn opið. (ef þú vilt tjá þig um kosti mína eða koma til mín skilaboðum)
    ÁHB

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún