12 February 2012

heilahringur

..orð sem ég sá notað um hóp fólks sem hugsar fyrir einn mann og deilir þeim hugsunum til hans fyrir hann....

Mér líst vel á hugmyndina.   Undanfarið hef ég spurt vinnufélaga mína hvað það er sem ég verði að gera áður en ég dey.  Útlenskahjúkkan sagði dónalega orðið um það sem giftir einstaklingar gera eftir myrkur.  Hún sagði gerðu það og gerðu mikið af því.  Það er eiginlega númer 1,2 og 3 sagði hún og svo ferðast.  Ferðast víða og oft.   

Annars var ég á Mínum Vinnustað í allan dag.  Ég vakti fólk og ég vakti það á réttum tíma.  Ég geymdi lykilinn og ég geymdi hann vel.  Síðan sat ég og prjónaði nokkrar umferðir í peysunni á Æ-manninn og ræddi um tilgang lífsins við Sála minn.  

Í gær tók ég þátt í uppákomu sem leiddi af sér klausu á Vísir.is.  Klausu sem er á engan hátt í takt við það sem gerðist í raun og veru.  Í raun þykri mér vænt um að upplifa atvik og lesa svo um það á fréttamiðlum landsins snyrt og togað.   Það minnir mig á það að það sem sagt er í fréttum er oftast ekki nákvæmlega það sem gerðist.

Í gær varð líka litli sonurinn 26 ára og ég hafði ekki tök á að heilsa upp á hann né smella á hann kossi eins og ég hef gert á þessum tíma árs í fjöldamörg ár...  nánast óslitið...  en ég gaf honum pakka...  svo trúlega lifir hann sáttur með það.



Ég á bleikar sokkabuxur...

Og ég er að hlusta á Karl Pilkington og hef gaman að...  

1 comment:

  1. Víst fer bleikt með bleiku ens og myndin sannar hér, bleikt fer bara ekki vel við rautt. En þú ert vafalítið búin að finna út úr þessu fyrir löngu...

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún