21 February 2012

að fljóta í eigin tilveru

..þar sem mörk hins sýnilega renna saman við draumana og ekki hægt að greina á milli..  er eftirsókaverð upplifum einstakra einstaklinga sem ég þekki..

Sjálf verð ég að segja að hamingja mín flesta daga fellst í að vera í augnablikinu meðvituð um hvað er og hvað ekki.

Áðan hringdi í mig maður sem sagðist elska mig en elska mig samt ekki.   Ég verð að viðurkenna að mér fannst það sorglegt og að mér finnst það sorglegt ennþá.   Ég er eiginlega ekki að skilja fólk sem elskar mig ekki.  En ég verð trúlega að klóra mig fram úr því að læra að lifa með þeirri staðreynd að til séu einstaklingar sem klárlega elska mig ekki nógu mikið eða hreinlega bara ekki neitt....

Hugsanlega þarf ég að setja höfuðið undir væng og hugsa um þetta. 

1 comment:

  1. Hmm, ekki maður að mínu skapi.

    Hafrún

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún