22 October 2013

af hendi lífs míns byrjar hver dagur sem upphaf ...

..á einhverju nýju og yndislegu..

Kannski er það vegna þess að ekkert situr fast í höfði mínu stundinni lengur eða þá að ég er bara svona ofboðslega öguð án þess að gera mér grein fyrir því.

En allir dagar byrja í friðsæld.  Eins og engu þurfi að breita og að ég sé einmitt að gera bara það sem ég vil vera að gera og allt er eins og það á að vera frá lífsins hálfu

Svo líður fram á daginn og ég átta mig á því að ég vil vita meira, gera meira og þurfi að hætta öllum þessum vesæla ósóma sem ég er búin að tileinka mér.

Áður en ég sofna er ég orðin vesæll aumingi sjálfri mér til miska og leiðinda.

Svo framvegis ætla ég að lifa lífinu til hálfs....   ég ætla að vakna, njóta dagsins meðan hann er góður og skríða upp í rúm áður en ég er farin að átta mig á að allt er ekki eins og ég vil hafa það og dvelja þar þar til nýr dagur með nýju yndislegu upphafi rís.

næring:   ..engin hollusta og allt of mikið af henni..

hreyfing:   ..letileg hreyfing frá einum vagni til annars..

andleg gleði:   ..stara tómum augum út í tómið..



ætli ég komist í skóna mína aftur...

1 comment:

  1. Ef ekki þessa skó þá bara aðra og vonandi á þessum sama stað.
    H

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún