19 September 2013

kæra dagbók

Biblíulestur gengur treglega.  En ég er alveg að verða búin að ná því hvaða 101 hlut ég á ekki að framkvæma.
Þrátt fyrir það náði ég að röfla mér til minnkunar yfir framkvæmd sem mér fannst heimskuleg...  og svo naga ég mig inn að beini fyrir röflið því að ég veit að það er ekki hægt að kenna gömlum hund að setjast nema hann sé tilbúin til þess sjálfur.

Ég hef það fyrir satt að það séu bara kvennkynsverur sem naga sig inn að beini fyrir að ergja aðra...  að karlmenn bíti bara fórnalambið fast og láti þar við sitja.  

Ég væri alveg til í að hafa þá samskiptafærni....

1 comment:

  1. Ef þú værir kjötæta gætirðu nagað bein úr lærlegg einhvers grasbíts í staðinn fyrir að naga sjálfa þig. Ég er viss um að beinanag er gott fyrir líkama og sál.
    Röfl yfir heimskulegum framkvæmdum er líka bráðhollt því hvers vegna á maður að samþykkja alla heimsku. Það er aftur á móti alltaf spurning um að þegja þangað til maður er tilbúinn til að setja fram gagnrýnina skipulega og með yfirveguðum hætti. Ég tek svo sem alveg undir það að þú mátt temja þér fjölbreyttari samskiptafærni en ég set alveg spurningamerki við það að bíta fórnarlömb.

    H

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún