09 July 2013

einhvern tíma verð ég fyrirmyndar borgari...

..ég held svei mér þá að pabbi líti á mig sem strákinn sinn.

Sko maðurinn hefur enga samúð með þeim sem ráða á mínum vinnustað þegar ég kvarta í honum yfir eigin hegðun.

Ég sagði honum í dag að ég væri alltaf að fá ávítur fyrir óheflaða framkomu og hvað sem ég reyndi væri ég alltaf að klúðra aðdáund þeirra sem öllu ráða með heimskulegum uppátækjum sem hæfir kannski ekki konu á mínum aldri.

Honum fannst það ekkert mál.   Sagði bara að ég hegðaði mér líklega bara eins og líflegur strákur.  Reyndar sagði hann ekki 'líflegur' en eitthvað orð notaði hann um strákslega framkomu mína.

Skrítið samt að hann skuli karlgera mig fyrir vanhugsaðar framkvæmdir.

Ég vildi stundum að ég væri ekki með mótþróaþrjósku-ófyrirsjáanlega-geri-það-sem-mig-dettur-til-hugar syndrom.

Það á það til að valda mér vandræðum.....

2 comments:

  1. Úbbs, hvað varstu nú að gera af þér?
    H

    ReplyDelete
  2. Það eru bara orðin sem ég skil eftir á víðavangi..... þau falla í grýttan jarðveg...

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún