09 June 2013

ég á veiðistöng...

...og hef samviskubit yfir því.

Ég sat í rúminu mínu og leyfði Earthlings að rúlla um í taugaendunum og hafa áhrif á sellurnar sem flögruðu um í heilahvelum mínum.  Ég var orðin harður Vegan einstaklingur sem ætlaði að hætta að læða ostbita inn um varirnar og byrja jafnvel að berjast fyrir réttindum hina skynlausu skepna sem eru nánast aldar upp bara til að fæða okkur, fræða, klæða og skemmta.   Fallega veiðistöngin sem átti að rúlla á land ársbyrgðum af ferskvatns næringu fyrir venjulegan íslending og jafnvel taka þátt í að vinna að uppbyggingu á væntanlegri aukabúgrein þar sem þorskur, ýsa og annað sjávarfang spilaði stóra rullu varð mér allt í einu þyrnir í auga.  Mig fór að svíða í áætlun um að standa á bökkum allra vatna landsins og við alla strandlengjuna með veiðistöng.  Mig fór einnig að svíða í þeirri áætlum sem snýr að því að snorka um í leit að æti og taka svo fríköfunina með sting í hönd til að ná því æti.  Ég sá fyrir mér kvalarfullan dauða einnar lífveru, annarri til ánægju.  Og það er sko ekki fögur sjón. 

Fimm mínútum seinna stóð ég á bryggjunni við Reynirsvatn og hugsaði:  ..ekki bíta á hjá mér, ekki bíta á hjá mér..  án árangurs.   

Núna á ég eitt lítið dautt vatnsdýr sem ég er tilneydd til að borða til að gera minna úr sársaukanum.  Og ég finn fyrir óendanlegu þakklæti til Sambýlingsins fyrir að taka aftökuna að sér án athugasemda....

1 comment:

  1. Hva! Tókstu ekki með þér rifflinn og skaust kvikindið þegar þú varst búina að landa því?
    H

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún