25 April 2013

dagurinn minn í hnotskurn....

Við sátum saman og lásum upp úr Íslandsklukkunni fyrir hvort annað.  Svo fór ég að passa....

Núna sit ég uppi í rúmi og hlusta á athöfn frá Prikinu.  Eitthvað um dúll.  Í rúminu hjá mér liggur Bubbi og Íslandsklukkan í öllu sínu veldi.   Frammi er eitthvað þrusk í sambýlismanninum.  Þrusk sem ég get ekki greint í athöfn af nokkru tagi enda ástæðulaust.  Hann á sitt líf.   

Ég kann ekki dúll, veit ekkert um Laxness og kann ekki að bora í vegg.  Ég lifi ágætis lífi samt sem áður.

En mér leiðist aðgerðaleysi mitt og skortur á hetjudáðum....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún