29 March 2013

að lifa í núinu og gleyma bæði fortíð og framtíð


sjálfshjálparbækur hamast við að kenna okkur að stoppa í núinu.  Það er talin eftirsóknarverður staður til að njóta lífsins til fulls.  Engin er maður með mönnum nema kunna listina að vera meðvitaður á stundina sem er að gerast.   Fólki er talið í trú um að með t.d. hugleiðslu þurfi að ná núinu ef ekki gefst hæfni til þess á annan hátt.   Fortíðin er liðin og framtíðin ókomin og ekki hægt að lifa lífinu til fullnustu nema að komast á levelið NÚ.

 En er það virkilega svo....

Einstaklingur sem lifir alltaf í núinu man ekki nákvæmlega hvað gerðist í gær og alls ekki nema óljóst allt sem gerðist fyrir þann tíma.  Auk þess kemur framtíðin honum sífellt á óvart því hann er ekki nema óljóst meðvitaður um hvað þurfi til að lifa lífinu áfram.

Núið er alls ekki góður staður til að vera á nema rétt á meðan verið er að njóta augnabliksins.  Svo á að hoppa í hugsun um það sem er skeð til að læra af því eða það sem koma skal til að vera viðbúin.   Það er komin tími til að gefa út sjálfshjálparbók um hvernig megi velta sér upp úr fortíðinni.   Hvernig skuli ná þeirri list að hugsa um liðið samtal og ná að átta sig á hvað viðmælandi virkilega meinti þegar hann sagði:  ..bless..   Eitthvað mætti kenna um, hvað lesa megi í gegnum línurnar til að ná því sem viðmælandi sagði án þess að hann segði það.    Svo væri líka gott að sjá bók um hvernig eigi að vera viðbúin framtíðinni.   Þrátt fyrir daglega dagbókarnotkun er það sem á eftir að gerast seinna og þarfnast lengri undirbúnings alltaf að poppa upp og koma NÚ-istum á óvart. 
Ég myndi kaupa mér þessar bækur án þess að hugsa mig um tvisvar....

1 comment:

  1. einhverjir fræðimenn hafa þá skoðun að hluti af því sem kom kreppunni af stað sé einmitt þetta að fólk hamast við að lifa í núinu, jákvætt og bjartsýnt. Það varð til þess að fólk horfði framhjá öllum varnaðarmerkjum sem þó voru í kringum það.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún