26 February 2013

..tilfinningaflækja..

..það er hægt að væla yfir flestu, en skemmtilegast er þó að væla af tilfinningasemi yfir fræmkvæmdum annarra..

Ég er svona flest alla daga alveg svellkaldur einstaklingur sem fellir ekki tár yfir nokkrum sköpuðum hlut þótt  kannski full ástæða sé til.  Svo fara hormónarnir á flakk og ég vatna músum yfir litlum hlutum.  Ég grenja yfir setningum skrifuðum í bók í yfirfullum strætó af einstaklingum sem vita ekki í hvert hornið þeir eigi að stara.  Ég tárast af hugsunum mínum á göngu eftir strætum borgarinnar.  Og ég hristist af ekkasogum þegar lífið í höfði mínu hreyfist á skjön við umhverfið.

Þess á milli er ég töffari....

hreyfing:  rösk ganga hringinn í kringum Elliðarárvatn....

næring:  núðlusúpa....

heimildarmynd kvöldsis:  man on wire....

verkefni dagsins:  kennsluefni morgundagsins....

Ég á nokkur póstkort og ég ætla að skrifa á þau núna.

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún