28 January 2013

sjóndeildarhringurinn víkkaður

Ég er að hlusta á Daniel Johnston syngja á youtube..    hinn eina sanna Hi, how are you mann.  Eftir ánægjulegt áhorf á heimildarmynd um líf hans og starf, eða þannig, er ég upptekin við að láta hugann reika um listamanninn sjálfan. 

Ég heyrði að hann væri á leiðinni til landsins....

Ég horfði á Side by side...  Home...   Samsara... og örlítið með Karl Pilkington.  Ég skrifaði á Póstkort., borðaði grænmeti og lærði örlítið í spænsku.

Síðan gerði ég ekkert meira.....

Sál mín er brotin og allt mitt geð.   Það var eiginlega verra að vita að járnið er niðri og þreyta, orkuleysi og þungur hugur eitthvað sem fylgir því og þess vegna ekki hægt að hrista af sér aumingjaskapinn og skort á hreyfingu á einu litlu augnabliki.

En bráðum fæ ég sprautu og þá hlýt ég að spretta upp eins og Stjáni Blái af öllu spínatinu.

Ég treysti á það.....

1 comment:

  1. http://www.ruv.is/sarpurinn/utvarpsleikhusid-antigona/26122012-0
    Og eitthvað handa þér að hlust á.

    ÁHB

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún