Bið þess ekki að allt gerist sem þú vilt, heldur skal það vera vilji þinn, að allir hlutir gerist svo sem þeir gerast, þá munnt þú verða hamingjusamur.
Ég er í einfeldni minni hamingjusamur einstaklingur flesta daga enda löngu búin að svipta hulunni af þessari tiltekni visku Epiktets..... sem er ein af þeirri þekkingu sem býr innra með mér og okkur öllum án þess að við vitum af því.
- Kenning sem ég las í Sögu Heimspekinnar einhvern tíma en man ekki hver átti. Sú kenning felur í sér að við vitum allt um allt eða það býr innra með okkur ein allsherjar alheimsvitneskja sem við þurfum bara að svipta hulunni af til að tileinka okkur.
Núna les ég Gnarr fram og til baka meðan ég sýg upp í nefið.....
Í gær útbjó ég hnetusteik og gaf hana. Ég útbjó líka buff. Buffin voru bragðgóð en ég klúðraði algjörlega eldamennskunni. Hvernig eldar maður baunabuff...........
Í dag er vinnudagur.
Baunabuff eru steikt á pönnu og á ákveðnum stöðum eins og Grænum kosti og Á næstu grösum eru þau þétt og bufflaga lostæti. Í mínu eldhúsi verða þau hins vegar að losaralegum klessum sem minna á lummur og vilja molna í frumeindir sínar þegar þau eru losuð af pönnunni. Bauna mylsnan mín getur þó verið ágæt á bragðið. Er það ekki það sem öllu máli skiptir?
ReplyDeleteHB
kannnski.... en ég setti buffin á pönnu og þau voru hrá og blaut að innan. Svo setti ég hin buffin sem ég steikti ekki í ofninn og þá breyttust þau í þurran pappír.. ja eða þannig !!
ReplyDeleteFrekar fúlt því ég hélt að ég væri dásamlegur kokkur.....