Ég fletti Fréttablaðinu í morgun og síðan Fréttatímanum. Síðan ákvað ég að skrifa eitthvað um líf mitt hér, sjálfri mér og vinkonu minni til ánægju.
Um leið og ég opnaði tölvuna varð mér hugsað til þess hvort ég hafði lesið eitthvað merkilegt í Fréttablaðinu og hvernig sem ég hugsaði, kreisti heilasellurnar eða velti málinu fyrir mér man ég bara ekki eitt einasta orð úr því merka riti.
Fréttatímalesturinn fékk mig til að hugsa um vatn handa fátækum þjóðum, þeirri staðreynd að mig langar í ipad, að mig langar í bókina prinsinn og að kannski ég rífi út húfuuppskriftirnar áður en Leigufélaginn minn hendir blaðinu.
Ég var að koma frá Rúmeníu en ég nenni ekki að segja frá því strax.
Dagurinn í dag var alveg extra góður. Ég eyddi honum algjörlega í leti, uppi, við eða í nánasta umhverfi við rúmið mitt.
Ég horfið á heimildamyndir um 11/9.
Ég las eina bók eftir Jón Gnarr.
Ég hlustaði á eitt albúm frá 1956.
Ég fletti uppskriftabókum.
Ég skrifaði innkaupalista fyrir hnetusteikareldamensku.
og ég fór í bíó og svo á tónleika með Svavari Knúti á Rosenberg.
Núna ætla ég að skoða Les Vampires frá árinu 1915 ef ég næ að vaka........