Eins og venjulega kenndu þau mér ekkert minna en ég kenndi þeim. Áður en ég blæs samt úr nös og gleðst yfir skólalokum verð ég að senda kennsluáætlunina frá mér.
Svo bara byrjar ballið aftur í byrjun janúar.....
Næringargildi matvæla er uppáhalds lesefni dagsins.
Pastað með tómat, kókosmjólk, lauk, hvítlauk og spínati skoraði hátt í magagleðisamkeppni dagsins.
Gleði dagsins liggur samt mest í að hafa séð að PuttaJesús er mættur aftur á Facebook.
Það eru sjö dagar í Rúmeníu......
Gleðileg skólalok!
ReplyDeleteHB
takk :-)
ReplyDelete