Í gær þakkaði kona mér fyrir að vera til. Ég var reyndar merkt Björgunarsveitinni alveg bak og fyrir en var samt alveg verulega þakklát konunni fyrir þessi orð.
Næringarfræðin böglast um í hausnum á mér. Helst vildi ég að einhver skrifaði niður formúlu fyrir mig sem verulega virkaði normal í hausnum á mér. Einhver segir eitthvað, sem ég væri til í að væri satt, en sami einstaklingur hrúgar próteindufti sem hann sjálfur er að selja á hinum almenna markaði út í morgunmatinn sinn. Hvernig á ég að geta krafsað sannleikann upp úr skítnum....
Ég hef samt þrátt fyrir að vita ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður í þessum fræðum tekið meðvitaða ákvörðun um að eta bætiefni út í eitt í nóvember og desember.
Kelp eða þaratöflur -- Spírulínu -- Dvítamín -- B12 -- B6 -- folic acid -- alhliða vítamín -- omega 3 og 6 gjafa kannski í formi Krillolíu og svo allt sem ég held að sé úber hollt.
Gott plan....
Ég ákvað að gera ekkert í allan dag.... Ekkert.... fólst í dag í því að ganga frá síðustu kennslu, undirbúa þá næstu, leggjast í freyðibað, elda mér súpu og steikja nokkurs konar nanbrauð á pönnu....
kókosmjólk, laukar, grasker, linsubaunir, engiferrót, tómatmauk, sellerístönglar, kanilstöng og negulnaglar..
já, og smá chillipipar.
Nanbrauðið samanstendur af vatni, spelti og smá þangi....
Leyndarmál lífsins felast víst í hinum smáu hlutum hversdagsleikans.
Sé ekkert smátt við þessar lystisemdir en jú, líklega mikið til í þessu..
ReplyDelete