23 October 2012

væl

Ég bíð eftir að letidögum mínum ljúki....

Skortur á B12 sýnir sig með þreytu, mæði og hjartsláttatruflunum.  Þegar fram líður einnig sem aum tunga, fölleit húð, niðurgangur og tíðatruflanir.  Ómeðhöndlað til lengri tíma kemur fram almennt máttleysi í vöðvum, náladofi út í útlimi, pirringur, rugl  og gleymska.

Skortur á Járni í líkamanum veldur blóðleysi sem lýsir sér í þreytu, máttleysi, svima, andþyngslum, örum eða þungum hjartslætti, minna þoli, húðfölva, hárlosi, höfuðverk, kyndeyfð ásamt hand og fótkulda.  

Joðskortur kemur fram með þreytu, framtaksleysi, minnisleysi, kulvísi, þurru grófu hári, hárlosi, þurri þykkri húð, fölva, bólginni slímhúð í munni, persónubreytingum og þunglyndi.  Einnig sem blóðleysi, náladofi í höndum og fótum, augnbólga, hægur hjartsláttur, vöðvastífni og verkir og tíðatruflanir.

Ég er búin að vera verulega þreytt lengi.  Þegar líða tók á sumarið hætti þetta að vera fyndið og fór að kosta athugasemdir vina um að kannski væri ástæða til að panta tíma hjá lækni, kíkja í hjartavernd eða þjálfa sig upp.

Það sem fékk mig til að nenna að hafa fyrir því að mæta til læknis var skelfileg vitræn skerðing sem og óþol gagnvart öðru fólki.  Auk þess sem mig langaði alveg til að geta gengið á þúfu án þess að farast úr þreytu...

Núna er það spurning hvort blóðlitað þvag sé alveg normalt undir þessum kringumstæðum........

1 comment:

  1. Ég býst fastlega við að þú vitir svarið við þessari spurningu. (asninn þinn)
    HB

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún