13 September 2012

tilgangsleysi morgunsins...

..Dagurinn er úti.  Sjálf sit ég við Úlfarsfells-gluggann minn og horfi á það sem ég sé.  Gluggar nágrennisins sýna ekki mikið en úti vafra starfsmenn Íslenska Gámafélagsins og einn og einn hundaeigandi sem telur sig tilneyddann til að viðra vininn.

Stóðréttir í Víðidalstungum, Jeppaferð í Þórsmörk og ég verð á Tindfjöllum.   Undarlegt hvernig allt skemmtilegt hrúgast á einn og sama tímapunktinn...

Mig vantar aðgang að Jeppa einu sinni í viku til að komast að þeim fjöllum sem ég vil komast að.  Mig vantar líka fræðilega útskýringar á próteinþörf minni og hvernig ég fullnægi henni sem grænmetisæta.  Svo vantar mig nennuna til að koma í gang hittingi árgangs "61 úr Árbæjarskóla og orku til að koma meiru í framkvæmd en ég geri.


Steinn verður viðmið mitt í vetur....


Hollt og gott fæði sem viðheldur úthaldi..


Og góður félagsskapur...

Ég hitti þennan fyrir stuttu og heillaðist af útliti hans.  Undarlegt hvernig sumir geta snert sálu manns svo rækilega að það verður ógjörningur að gleyma þeim.


Ég er mikið að pæla í því að fjárfesta í krukku, fylla hana af vatni og stela honum....   Þá hefði ég eitthvað til að horfa á, daginn inn og út.

Þetta er bara nokkuð góð hugmynd held ég...

Ég er í göngufélagi sem telur tvo.


Í göngu vikunnar tylltum við okkur niður á Hrafnabjörg og dáðumst að útsýninu.   Hann fór svo heim með bókina og kannar möguleika þess að vinna að því að ganga á þau öll...

Úti er farið að rigna...  Sambýlingurinn sefur...  og það fer að koma að því að ég eigi að vera mætt í vinnu.

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún