16 September 2012

ég á mér minn eigin súr

..sem er náttútulega bara algjör snilld.   Núna verður bakað brauð minnst einu sinni í viku.

3/4 hluti barna minna sat hér heima hjá mér og spilaði við mig RummyKubb.  Hluti þeirra vildi setjast hér að en flest vildu þau bara fara heim og breyta sínu eigin heimili í takt við þetta.  

Framvegis munu þau bara fá grænmeti og nýbakað brauð....

Ég á einn bjór og ég er að drekka hann.   Meðan ég drekk þennan bjór ligg ég með tölvuna í fanginu og hlusta á  Israel Kamakawiwo'ole  syngja.

Framvegis mun ég halda sunnudaginn heilagan við hvert tækifæri....

Ég er að undirbúa kennslu fyrir þriðjudag.  Ég er að hugsa um allar kartöflurnar mínar og hvernig ég geti nýtt þær.  Ég er að skoða uppskriftir fyrir nesti í útilegur.  Ég er líka að skoða hvenær ég hafi tíma til að bjóða mömmu í mat, kíkja á pabba og fitja upp á prjónana.

Ætli dagurinn á morgun líti ekki svona út:

..vakna..  ( erfiðasti hlutinn )
..vinna..
..heimsækja pabba..
..sjósundsiðkun..
..nýliðaþjálfun..
..strætó heim..
..klára undirbúning fyrir kennslu..
..sofa..

1 comment:

  1. Hljómar eins og plan.
    Mig vantar Isarel Kamakawiwo´ole á plötu. Kannski ég skoði Pirate eitthvað.
    HB

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún