25 August 2012

þunn - þynnri - þynnst

Í gær var ég flott og fann fyrir því....

Í dag læri ég að prinssessa er ekki bara kóróna heldur persónuleiki.  Atriði sem byggja upp sjálfsöryggi hvers og eins.   Að vera sáttur við sjálfan sig og eigin líkama og að engin getur gert þér neitt nema þú leyfir það. Það kemur skýrt fram í myndinni sem er að byrja að rúlla í þriðja skiptið síðan ég fjárfesti í henni með Afkvæmi II-I fyrr í dag.

Bók dagsins:   ..Tvær gamlar konur..

Næring:   ..gulrætur, beint frá bónda..

Þættir:   ..Desperate Housewives..   sápa sem ég er að missa mig í vegna viðleittni minnar til að æfa sjónvarpsgláp.  Eiginkonurnar eru svo skemmtilega ólíkar og eiginlega aðdáunarverða einlægar hvor við aðra þegar þannig ber undir.   Eða eitthvað.

Hreyfing:   ..standa upp og setjast niður í allan dag..

Ég hef ekkert að gera nema vera.  Svo ég er að hugsa um að læra spænsku í vetur, æfa blak og skriðsund, teikna, kenna, vinna vinnuna mína og rækta garðinn minn...   Svo kitlar mig nýliðastarf björgunarsveitanna.


2 comments:

  1. Þessi eiginlega aðdáunarverða einlægni örvæntingafullra eiginkvenna á Bláregnsslóð er auðvitað aðdáunarverður hæfileiki handritshöfundar til að dulbúa skáldskapinn sem veruleika.

    ReplyDelete
  2. jamm..... eitthvað svoleiðis.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún