07 August 2012

ég fer fram úr sjálfri mér aftur og aftur

Núna er ég sest niður og farin að sakna Æ-mannsins þótt hann er ekki einu sinni fluttur burt af svæðinu.

Ég er eiginlega farin að tárast yfir því að þá verði enginn sem bjóði mér í Kayaksiglingu.  Enginn sem hefur áhuga á því hvað ég er að borða.  Enginn sem segir mér frá skemmtilegu fólki sem hægt er að lesa um í skemmtilegum bókum.  ..eða Enginn hann í íbúðinni sem ég kem til með að hreiðra um mig í..

Ég æfi öndun, möntrur, hreyfingar og að vera betri en ég er.   Og ég get örugglega andað mig inn í æðruleysi gagnvart brotthvarfi Æ-mannsins úr lífi mínu.  Ég er bara með kjánalega þörf fyrir að sakna hans bak og fyrir og þar sem ég er yfirleitt afskaplega góð við sjálfa mig hef ég ákveðið að leyfa mér það.

Bara sakn-sakn-sakn og sakn út í eitt....

Ég fékk spark við lestur bókarinnar um Kundalini Yoga.  Þar stendur þetta almenna um kjaftagang eða að segja sögur af öðrum.  Er nauðsynlegt að segja söguna, þjónar það einhverjum tilgangi o.s.fr. og ef ekki ..þegjuðu þá..

Ég hef alveg leyft mér það að vera með Gossip um konu sem klípur í bjóstin á mér...  konu sem talar fullmikið um sjálfa sig... konu sem sefur hjá strák sem ég þekki vel...  strák sem nennir ekki að læra... strák sem elskar stráka meira en stelpur og svoleiðis.

Stundum hef ég talið sjálfri mér í trú um að tala um athafnir fólks sé annað en að tala illa um fólk.  Að það sé eitt að tala um menn og málefni og annað að setja út á menn og málefni.

En þar sem ég er ekki viss...  vinn ég að því að fara í þagnarbindindi...

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún