02 June 2012

veröld mín...

...er ekki á nokkurn hátt verri en þín þótt þær séu augljóslega ranghvelfan af hvor annarri.

Ég eyddi fyrri part dagsins í líkamlega snertingu.   Hluti af sjö einstaklingum lék sér að útlimum mínum meira og minni milli þess sem við drukkum kaffi og sleiktum sólina....
Seinni partur dagsins fór hins vegar í að þiggja laun fyrir að standa spert þrátt fyrir fljúgandi hráka og láta sér fátt um finnast þótt uppnefni, glamrandi tennur og  aðskotahlutir í hendi ógnuðu sál og líkama.

Ég brosti enn af lífsgleði þegar degi tók að halla.....

Ég plana hjólaferð.   Langa hjólaferð.....  Ég plana líka allt hitt sem mig langar að gera.  Næst á dagskrá er að læra fríköfun, rækta garðinn sinn og taka á móti nýju barnabarni.

Ég sat fyrir stuttu úti á svölum í annara manns landi þétt upp við líkama annarar veru með bók í kjöltunni sem við lásum upp úr til skiptist og ég emjaði úr hlátri yfir dásamlegum setningum.  

Ég skrapp líka aðeins inn í einskis manns lands með þessari sömu veru til að þefa af veröld sem ekki er mín.

Ferlega er ég fegin að vera ég... 

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún