18 June 2012

súrefnisskortur í heila

..kunn víst vera hættulegur.    Þess vegna verð ég að anda magann fullan af lofti, brjóstkassann, aftur í hrygg og líka í hálsinn.  Þá kunn víst vera líkur á að súrefnismettað loft leiki um sellurnar meðan ég er á 6 metra dýpi að skjóta dýr...

Ástarsagan um Taj Mahal er eitthvað sem vakti áhuga minn í gær.....  svo ég eyddi tíma í að fletta bókum, spyrja spurninga og gúgla.   Því sem ég kemst næst var að Mógúlkeisari lét byggja á 17ándu öld þetta eitt af átta undrum veraldar, til minningar um persneska eiginkonu sína.  Keisari þessi fylltist víst gríðalegri sorg þegar eiginkonan lést af barnsförum þegar 14ánda barnið þeirra fæddist.  Hann var ekki viðstaddur en fékk þrjár leiðbeiningar(fyrirmæli)  sem hún skildi eftir áður en hún hætti að anda.  Þessi fyrirmæli voru;
 1. að hann skildi ekki giftast aftur.
 2. að hann skildi ekki gera upp á milli barna þeirra. 
 3. að hann ætti að byggja minnisvarða um hana.  

Aumingja maðurin varð svo sorgmæddur að hann lokaði sig inni án matar og drykkjar í heila viku.  Þegar hann svo kom út aftur var hárið á honum orðið algrátt.   Hann hófst handa við byggingu sem tók 23 ár um það bil en á svipuðum tíma og byggingu lýkur, steypa synir hans honum af stóli og setja í stofufangelsi í höllinni.  Þar sat hann svo og horfði yfir á Tah Mahal í nær 20 ár.

ég er vinur minn...  

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún