29 June 2012

Hol jörð

Ég velti fyrir mér... möguleikunum á holum heimi... með hvaða hugafari skuli lesa biblíuna og hvort eitthvað sé að hjá mér, fyrst ég er farin að skella gleraugunum í uppþvottavélina.

Mamma mín og litla systir eru farnar að heiman, held ég....   Pabbi er á ferðalagi....  og vinkonur mínar eru uppteknar af lífinu.   Svo hér sit ég ein og bíð eftir að börnin mín hafi tíma til að leika við mig.

Æ-maðurinn er búin að gleyma tilvist minni... Toppmaðurinn er upptekin af ríðimannaleikum í Víðidal...  Nördið nennir engu og ArtDan er löngu hættur að hafa gaman af sömu hlutum og ég.

Sjósundsfélagið er að synda vítt og breytt um Stykkishólm....   FallegaFólkið er í árlegri útilegu í Vinaminni....  og sumarið er tíminn eða eitthvað álíka þar sem ég finn ekkert sem getur botnað þessa setningu.

En svo eiga Vinnufélagar planaða hjólaferð á sunnudag sem á að enda á kaffihúsi...  hluti þeirra eða þeir sem tengjast HjúkkunniSemStalNafninuMínu ætla að hittast í Húsdýragarðinum á mánudag... og ég er með fullan hatt af verkefnum sem ég verð að leysa fyrir átta á þriðjudagsmorgun.

Megi ég blómstra.....

2 comments:

  1. Og á morgun er sjósund yfir Berufjörðinn og þú ert fjarri góðu gamni. Hvað á þetta bara að þýða!

    ReplyDelete
  2. úbbs.... alltaf að missa af einhverju fyrir eitthvað gott. ;-)

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún