08 April 2012

súkkulaðiátsdagur ársins 2012

Á þessu heimili er ástandið þannig að hámarks klæðnaður innan dyra er venjulega nærfatnaður og búið.  Því kemur það skemmtilega á óvart að vakna í svölu lofti....

Ég les The Graveyard Book, ein,  liggjandi heima hjá mér á sjálfan páskadag.  Ekki að það sé neitt merkilegra en að liggja ein heima á sjálfan fimmtudaginn 28unda eitthvað.  Ég bara finn mikið fyrir því að eiga ekki einu sinni eitt stikki barn á heimilinu til að fela páskaegg fyrir eða til að deila með hver málsháttur páskaársins er.  En það venst....

Ég les bók sem uppfræðir mig um merka menn.  Núna veit ég hver Delano er og hvað hann gerði fyrir Bandarísku þjóðina, hver fann upp firðskipti, hvað kebi er og að Tagore var indverskur kebi.  Ég veit líka hvað gerðist 17.desember 1903 og hverjir voru þar á ferð.  Að frægur maður reyndi að kenna dýrum að tala, kynbæta sauðfjárstofn sinn, að fljúga á risavöxnum flugdreka, koma á heims-ensku og búa til vatnabát.  Síðan á ég að vita eitthvað misgáfulegt um Wagner en eina sem situr eftir af þeim lestri er lundafar hans....

Ég skoða fat, sick and nerly dead á youtube og velti fyrir mér djúsagerð.  Ég skoða líka hvað Carl Sagan hefur að segja um 4th dimension og að kannski sé svarthol inngangur á milli vídda.

Ég leita eftir einhverju gáfulegu í vefheimi, sendi út stöðu mína á andlitsbókinni og les blogg vina minna og helstu teiknimyndasíður sem ég man eftir.

Í raunheimi og fyrir utan rúm mitt liggja baunir, möndlur og hnetur í bleyti, tilbúnar til að lenda í framandi réttum sem ég ætla að hafa til átu það sem eftir lifir helgarinnar.  Í ísskápnum er íste og ávextir og grænmeti til að metta ættbogann í þrjá daga um það bil.   Og í útvarpinu ómar kristileg tónlist sem ég held að tilheyri útvarpsmessu.

hugsanlega, kannski fer ég út og hreyfi mig eitthvað......

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún