11 March 2012

hafrún..

Ég fékk aðstoð við að bletta inni í skápunum.   Ég fékk líka aðstoð við að ná í eldhúsáhaldakassana mína úr geymslu.  Nú vantar mig bara aðstoð við að þrífa innan úr skápunum, upp úr kössunum og restina af heimilinu...

Annars er ég bara að blogga hér núna til að láta þig vita hafrún að ég er komin með flensu....  ég ætla samt í vinnu á morgun, næsta dag og þar næsta en þess á milli kem ég til með að liggja í veikindarmóki.


Add caption
Add caption
Ég jeppaðist á laugardag...   henti mér til sunds í Laugarvatnið...   lá í heitu pottunum hjá Laugarvatn Fontana, var boðið í glas, súpu og að njóta mín í gufu..

Svo fór ég heim með Erlu og hún eldaði Tófú...  Helma kom og þá var ég orðin veik og lá í óráði undir teppi...  við spáðum í spilin og fórum svo í bíó og Erla keyrði mér heim..

Núna fór lífið ekki eins og það átti að fara....  ég ætlaði sko að vera að gera eitthvað annað en að engjast sundur og saman af hósta...

Ég var samt búin að biðja strák um að koma og máta peysu og hann gerði það....  ég fékk gott tækifæri til að hósta hann í kaf meðan hann gaf sér tíma til að taka einn leik við mig. 

nice náungi..... 




2 comments:

  1. Þetta er handlaginn aðstoðarmaður þarna en þarftu að þrífa nýmálaða skápa? Er þetta óráðið sem talar?
    Þú verður búin að koma þessu öllu í lag áður en þú flytur næst ;)
    En mikið væri nú gott að fá að vita um breyttar áætlanir svona beint frá þér en ekki tímanum.
    Ég ætla líka að mæta á LHS á morgun, ekki til að vinna en ég tek ábyggilega með mér einhver leiðindi að lesa. Svo er það bara Landsbókasafnið. Land þetta og land hitt, maðr (þetta er ekki innsláttarvilla) er ekki alveg landlaus á meðan.

    Hafrún

    ReplyDelete
  2. Flottur aðstoðarmaður. Segi eins og Hafrún þarf að þrífa nýmálaða skápa? Held að það sé algjör óþarfi.... Góðan bata.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún