28 February 2012

skrítna veröld

Stundum verður það sem var að því sem er og það sem er verður að því sem var......  eða eitthvað ennþá furðulegra.

Ég átti skrítna helgi......

Ég eyddi helginni í samvistum við furðuveru sem hefur þann eiginleika að fá mig til að vilja skoða eitthvað sem er utan við minn veruleika.   Veru sem fær mig til að langa til að vita afhverju himininn sé blár.....

Ég sit og prjóna peysuna á Æ-manninn og er farin að kvíða þeim degi þegar henni er lokið.   Mér finnst virkilega notarlegt að sita með peysuna á milli handanna með hugann bundin við hann og velta fyrir mér möguleikunum á því að hún passi.

Deginum í dag eyddi ég í:  
..vinnu á Mínum Vinnustað.  
..að koma mér á aukavinnustaðinn.
..að undirbúa mig fyrir 5 kennslustundir.
..að kenna ekki neitt heldur láta nemendur vinna út í það endalausa að verkefnum.
..að detta niður af kennaraborðinu.
..að passa yngra barnabarnið.
..að koma mér heim og uppgvöta að það sem var var ekki lengur.

svo ein ég sit og sauma.


 Jukkaást er víst að yfirgefa fjölskylduna....   hún var víst aldrei neitt annað er farandsbikar eða eitthvað í þá áttina...


Eða svo sagði listamaðurinn af myndinni....



2 comments:

  1. Og ertu að sauma peysu?

    Hafrún

    ReplyDelete
  2. þetta stendur meira fyrir þá hugsun að vera ein eftir að hafa haft skemmtilegan félagsskap....

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún