08 February 2012

lífið

Ég er flutt.   Núna bý ég í hálf niðurgrafinni íbúð sem rúmar bókahillurnar mínar með bókunum í, skrifborðið, prjónadótið og teikniáhöldin.   Þetta er gömul íbúð, svo gömul að þegar ég sest á klósettið set ég upp lönguliðnar rútínur í að leita að kóngulóm, margfætlum og öðrum ófögnuði sem hugsanlega gæti dottið niður á mig meðan ég athafna mig með allt niðri.  Íbúðin hefur líka þann ókost að vera svo heit að brók og brjóstahaldari er hámarksklæðnaður við bestu hugsanlegu skilyrðin.   En hér er notarlegt að vera.

Ég elska það að geta gengið í vinnuna og þá staðreynd að dagurinn fer ekki allur í að ferðast á milli staða......

Ég þekki fólk sem þekkir fólk sem þekkir fólk......  eða ég er að gera helling af einhverju sem ég veit ekki hvað er eða hvernig fer.

Framvegis kem ég til með að vinna milli 09:00 og 13:00 virka daga.  Og þá verð ég með puttana í því sem ég kann ekki nema að hluta.   Auk þess sem ein kvöldvakt verður heiðruð með sjúkraliðahæfileikum mínum og þriðja hver helgi.  

Ég kem til með að kenna líka, taka aukavaktir, læra að teikna, synda í sjónum, sigla um á kayak, ganga af mér hælana og leika mér við hvert tækifæri.


Hreyfing:    ganga í vinnuna í grenjandi rigningu og ganga á milli vakta...

Næring:     hafragrautur, rískex með hnetusmjöri, appelsínu, meira rískex með hnetusmjöri, brokkálíbuff með brokkáli, kartöflum og tómatpasta, meira rískex með hnetusmjöri, ferskan ananas,  rískex með hnetusmjöri og döðlur...


Ég fjárfesti í bleikum sokkabuxum.   Núna er það bara spurning við hvaða föt ég geti notað þær....

1 comment:

  1. Bleikt gengur við allt nema meira bleikt.

    Hafrún.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún