Þangað til, ætla ég bara að draga að mér súrefni og blása því aftur út..
já og kannski læra pínu lítið...
Þangað til, ætla ég bara að draga að mér súrefni og blása því aftur út..
já og kannski læra pínu lítið...
Ætli mig langi ekki mest til að vera í samskiptum sem skipta máli.
Eins og hjúkkan sem segir mér reglulega frá bókum sem segja eitthvað... jafnvel kenna manni að vera betri en maður er.
Eða hjúkkan sem getur látið lífsins lærdóm með öllum sínum uppákomum vera fyndin augnablik þrátt fyrir dapurleikann sem liggur að baki.
Eða hjúkkan sem uppfræðir um það sem brennur á manni með óþolandi nákvæmum smáatriðum um smáhluti varðandi það.
Eða sjúkraliðinn sem er alltaf að koma með áhugaverðar örsögur utan úr heimi og langlokur um eigin upplifanir.
Og allir hinir sem af góðri viðleittni reyna að auðga líf mitt með áhugaverðu efni.
Mér er alveg sama hvað blómin heita en mér þykir áhugavert hvert þeirra ég má borða.
Mér er alveg sama hvaða fuglar fljúga um heiminn en mér þykir áhugavert að til skuli vera fugl sem stoppar aldrei að fljúga og annar sem blakar vængjunum 300- 400 sinnum á mínútu.
Ég var með plön um að setja eitthvað á pappír á hverjum degi en einhvern veginn hefur það vikið fyrir öðrum plönum sí og æ..
Ég er komin í skóla. Og þarf að finna út úr öllu sjálf.
kveðja frá mér ef þú skyldir einhvern tíma rekast á þetta.
![]() |
Ískápurinn er fullur af góðgæti sem ég gef mér ekki tíma til að elda. Vatnsmelóna sem ég ætla að breyta í ís. Rauðrófa sem á að verða að safa og kál sem á að fara í álegg.
Ég lifi í voninni...
Hreyfing: ..Fram og aftur gangana á minnii deild, 10.000+skref
Næring: ..Eitthvað frá CuliaCan í boði deildarinnar
Þakklæti: ..að ég hafi vinnu sem ég hef gaman að
Athafnir: ..smá samvera með Tónlistarstelpunni í dag
Mér finnst ég ekki vera búin að gera neitt undanfarna daga annað en að vinna og læra.. lesa glærur, hlusta á fyrirlestra, glósa úr glærum, reyna að hugsa um hvað ég var að lesa, fara yfir lesefnið og reyna að staula mig fram úr enskunni.
Í þrjár vikur...
Þrjár!
Og þegar upp er staðið er ég rétt búin að lesa örlítið um gildi, fagvitund, siðfræði og þá siðferði minnar stéttar og döff-menningu.
Hreyfing: Inn og út úr bílnum til að sjá mömmu og til að sjá pabba...
Næring: epli, banana og perur...
Þakklæti: Konan sem gaf mér grænkálsstilk... stóran.
Athafnir: Ég er búin að grenja nánast í allan dag... ég sé íbúðina þar sem hann bjó, ég hugsa til væntanlegra jóla og að ég sé ekki að ná í neinn til að fara með mér í barna-afmæli.
Ég þarf að ná jafnvægi milli athafna dagsins...