09 September 2025

Fagvitund mín vex

Margt í lífi mínu á sér stað, afþví bara. Einhver segir: ..eigun við að skella okkur í skóla? Og ég segi: ..já, hvers vegna ekki. Og boltinn byrjar að rúlla. Ég skráði mig með hálfum hug en fékk samt inngöngu. Svo byrjar skólinn með mætingu á Akureyri og ég sit og klóra mér í höfðinu yfir því hvers vegna ég óð út í þetta glapræði en man svo eftir því að ég ætla bara að hafa gaman að með stelpunum sem ég er búin að vera að; vinna með, ferðast með, gráta með og spila við, út í það endalausa. 

.. Heppin ég að einhver vildi taka stúdentspróf á sínum tíma, sjúkraliðanámið og núna Fagnám starfandi sjúkraliða.
Hreyfing dagsins:  Shim Sham í Sveiflustöðinni...

Máltíð dagsins:  Hrátt grænmeti með bakaðri sætri kartöflu...

Athöfn dagsins:  Krossapróf í Siðfræði að mestu...

Það sem ég lærði í dag,  er að ég á að skapa tengsl við sjúklingana, efla þau, viðhalda og nota þau tengs í að uppfræða sjúkling á hans forsendum.
Ég veit líka að Virðing er dygð, reisn gildi og að siðferðivitund mín þarf að eflast...

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún