27 November 2025

Heilabúið hefur þófnað

Með árunum hefur hugsun mín rýrnað.   Ekki það að hún hafi einhvern tíma verið mjög bólgin, en henni hefur farið verulega aftur.  Einu sinni fyrir langa löngu var vitræn geta mín svo lítil að ég mundi ekki einu sinni eftir deginum sem var nýliðin.  Ég gat ekki sagt samferðafólki mínu frá nafninu á bókinni sem ég var að lesa, um hvað hún var eða hver skrifaði hana.  Og einn daginn sat ég við tölvuna á vinnustað og mundi ekki aðgangsorðið inn á tövupóstinn sem ég var vön að opna 20 sinnum á vaktinni.  Þann dag pantaði ég tíma hjá lækni sem sá ekki annað ráð en að sprauta mig með járni og B12.

Í dag er ég í námi hjá háskólanum á Akureyri og þar var ég að lesa texta sem segir að stress / streita hafi tilhneigingu til að hafa þessi áhfir þegar hún hefur undið upp á sig...


Svo núna hef ég snúið mér að núvitundaræfingunum aftur sem ég nældi mér í um árið í endurmenntun háskóla Íslands.   Þegar ég var meira en til í það að gera mitt góða líf betra. 

Anda inn og anda út...   anda inn og anda út...   anda inn og anda út...

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún